Jurgen Klopp segir stuðningsmönnum Liverpool að anda rólega í kjölfar þess að Virgil van Dijk gaf í skyn að hann gæti íhugað framtíð sína hjá félaginu.
Van Dijk var í viðtali hjá The Times í kjölfar þess að Klopp tilkynnti að hann væri á förum eftir tímabilið og gaf hollenski miðvörðurinn þar í skyn að hann myndi íhuga framtíð sína hjá félaginu, en samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.
„Ég ráðlegg öllum að halda ró sinni. Það þarf engin að hafa áhyggjur, ég er 100% viss um það,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag.
„Það er nægur tími. Leikmenn elska að vera hér,“ sagði hann enn fremur.