fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Algjört kjaftæði að leikmenn United séu reiðir út í Rashford

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 17:00

Marcus Rashford. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir um að leikmenn Manchester United séu reiðir út í Marcus Rashford eru sagðar úr lausu lofti gripnar þrátt fyrir hegðun hans um liðna helgi.

Rashford var ekki valinn í leikmannahóp United gegn Newport í enska bikarnum á sunnudag þar sem hann hringdi sig inn veikan á æfingu á föstudag og síðar kom í ljós að hann hafði verið á næturklúbbi í Belfast kvöldið áður.

Rashford var sektaður um 650 þúsund pund af United fyrir athæfi sitt en málinu er nú talið lokið.

Ensk blöð hafa haldið því fram að leikmenn United séu reiðir en svo virðist ekki vera, hegðun Rashford er ekki vel séð en leikmenn halda áfram með lífið.

Rashford hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en hann kemur til greina í leikmannahóp liðsins gegn Wolves á fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt í titilbaráttu og á besta skriðinu í yfir hundrað ár

Óvænt í titilbaráttu og á besta skriðinu í yfir hundrað ár
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu