fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Sjáðu myndbandið: Kanye West reiður og reif símann af blaðakonunni – „Ertu rugluð“

Fókus
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 07:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West var ekki í sérstaklega góðu skapi í gær þegar blaðakona frá TMZ myndaði hann og reyndi að spyrja hann út í eiginkonu hans, Bianca Censori.

Samband Kanye og Censori hefur verið á milli tannanna á fólki og var greint frá því í gær að Kanye hefði bannað henni að nota samfélagsmiðla. Er Kanye sagður gera þetta til að „vernda“ hana og svo hún þurfi ekki að lesa neikvæðar athugasemdir um sig á netinu.

Hefur Kanye verið gagnrýndur fyrir að vera stjórnsamur og hafa gamlar vinkonur Censori lýst yfir áhyggjum af henni. Þá hefur klæðaburður hennar, eftir að hún byrjaði með tónlistarmanninum, vakið ýmsar spurningar.

Atvikið í gær átti sér stað þegar Kanye var á leið til athafnar þar sem tónlistarmaðurinn Charlie Wilson fékk stjörnu í gangstéttina við Hollywood Boulevard. Reyndi blaðakonan að bera upp spurningu um Censori og hvort hún hefði frjálsan vilja. Þá vildi hún vita hvort hann stjórnaði henni.

Blaðakonan rétt náði að ljúka spurningunni þegar Kanye reif af henni símann og hraunaði yfir hana. „Ekki koma upp að mér með eitthvað svona kjaftæði. Ég er manneskja. Ertu rugluð?“

West hélt áfram og spurði hvort hún væri í vinnu fyrir sjálfan djöfulinn. Þá endaði hann á að bjóða henni vinnu og tvöfalda þau laun sem hún er með í dag. Blaðakonunni virtist vera nokkuð brugðið ef marka má myndir frá uppákomunni. Hér að neðan má sjá myndband frá TMZ en í fréttinni sjálfri er svo hægt að sjá annað myndband af uppákomunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli