Stórveldið Barcelona er farið að vinna í því að skoða þjálfaramálin sín í kjölfarið að Xavi og stjórn félagsins ákváðu að hann myndi hætta í sumar.
Xavi hefur ekki náð að finna taktinn á þessu tímabili eftir að hafa unnið deildina með liðinu á síðustu leiktíð.
Gerard Romero blaðamaður á Spáni segir að félagið sé með þrjá aðila á borði hjá sér sem félagið vill skoða.
Spænskir miðlar hamra fast á því að Mikel Arteta, stjóri Arsenal sé ofarlega á blaði og að hann hafi áhuga á að taka við liðinu. Enskir miðlar segja að hann muni ekki hætta með Arsenal.
Jurgen Klopp er svo nefndur til sögunnar en hann hættir með Liverpool í sumar en ætlar hið minnsta að taka sér ársfrí frá fótbolta.
Julian Nagelsmann þjálfari þýska landsliðsins er einnig nefndur til sögunnar sem kostur sem Barcelona vill fá.