Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var sáttur með viðtökurnar á Anfield í leiknum gegn Norwich um helgina. Hann bendir stuðningsmönnum þó á að hvetja leikmenn til dáða einnig.
Klopp tilkynnti fyrir helgi að hann væri að hætta sem stjóri Liverpool í lok leiktíðar og fékk hann því ansi hjartnæmar viðtökur frá stuðningsmönnum í leiknum gegn Norwich.
„Andrúmsloftið í dag var dásamlegt og ég elskaði það,“ sagði Klopp eftir leik.
„En við þurfum svona andrúmsloft á vellinum einnig. Við þurfum stuðningsmennina þar. Ekki hugsa bara um stjórann.
Mér þykir mjög leitt að þurfa að segja þetta en svona er þetta,“ sagði Klopp enn fremur.