Rasmus Hojlund, framherji Manchester United, var vægast sagt ósáttur við liðsfélaga sinn í leik liðsins gegn Newport í gær.
Liðin mættust í 32-liða úrslitum enska bikarsins og fór United með 2-4 sigur af hólmi. Newport beit frá sér og eftir að hafa lent 0-2 undir jafnaði liðið í 2-2, áður en stórliðið kláraði dæmið. Bruno Fernandes, Kobbie Mainoo, Antony og Hojlund gerðu mörk United í leiknum.
Í stöðunni 2-3 fyrir United brjálaðist Hojlund út í Alejandro Garnacho sem sendi ekki boltann þegar Daninn var í betri stöðu.
Þetta vakti athygli en myndband er hér að neðan.
United mættir Nottingham Forest eða Bristol City í 16-liða úrslitum enska bikarsins.
Hojlund did not hold back on Garnacho https://t.co/HEkwoBdxEv pic.twitter.com/DjSdkqkXDB
— Pryde (@utdmotion) January 28, 2024