fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Ívar gefur ekki kost á sér áfram og gagnrýnir ÍTF

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. janúar 2024 09:16

Ívar Ingimarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ívar Ingimarsson mun ekki gefa kost á sér til áfram­hald­andi setu í stjórn KSÍ. Þetta tilkynnir hann í pistli á Vísi í dag.

Ívar, sem átti farsælan atvinnumannaferil á Englandi, segist ætla sér að starfa aftur í fótbltanum og má ekki vera áfram í stjórn KSÍ meðfram því.

„Ég finn að fótboltinn togar í mig og mig langar að láta reyna á að vinna við hann aftur. Samkvæmt reglum KSÍ má stjórnarmaður ekki vera á launaskrá hjá félagi vegna hagsmunaárekstra sem geta komið upp. Að hafa verið í stjórn KSÍ hefur gefið mér kost á að kynnast starfsemi og starfsfólki sambandsins mun betur og á annan hátt en áður. Og að einhverju leyti hefur það breytt sýn minni á sambandið,“ skrifar Ívar.

Ívar gagnrýnir einnig Íslenskan toppfótbolta, ÍTF, í pistli sínum.

„Það er kosið í stjórn KSÍ með lýðræðislegri kosningu á ársþingi á hverju ári. Á þessu er þó ein undantekning. Frá 2019 hefur fulltrúi ÍTF, Íslensks toppfótbolta, liða í tveimur efstu deildum karla og kvenna, fengið sjálfkrafa sæti í stjórn KSÍ. Fyrst formaður og svo síðar varaformaður ef formaður kemst ekki á fund. Þetta var umdeild ákvörðun á sínum tíma en rökin fyrir þessu voru meðal annars þau að reyna að bæta samskiptin KSÍ og ÍTF. Mín reynsla er sú að þetta hafi verið vond ákvörðun.

Fyrir það fyrsta finnst mér prinsipp mál að allir í stjórn KSÍ séu lýðræðislega kosnir á ársþingi KSÍ. Fulltrúi ÍTF er það ekki. Vilji ÍTF sæti í stjórn KSÍ er eðlilegast að fulltrúi þeirra fari sömu leið og aðrir sem bjóða sig fram til kjörs. Í annan stað er KSÍ hagsmunasamtök allra. ÍTF er það ekki og í eðli sínu er fulltrúi ÍTF að vinna fyrir hagsmuni ÍTF innan stjórnar KSÍ. Af þessu leiðir að í ýmsum málum skarast hagsmunir og áherslur KSÍ og ÍTF,“ skrifar Ívar.

Pistilinn í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City gengur burt frá samningaborðinu

City gengur burt frá samningaborðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrír í hættu vegna komu Alonso

Þrír í hættu vegna komu Alonso
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns