fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Gummi Ben og Albert lentu í lygilegu atviki erlendis – „Ég náði að öskra eitthvað á hann“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. janúar 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttalýsandinn ástsæli, Guðmundur Benediktsson, sagði á dögunum sögu af því þegar hann og sonur hans, Albert Guðmundsson, lentu í umferðaróhappi erlendis.

Atvikið átti sér stað í Hollandi en Albert, sem undanfarið hefur farið á kostum með ítalska liðinu Genoa, spilaði þar í landi um árabil.

Guðmundur var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark á dögunum og barst það í tal þegar hann og Albert lentu í óhappi á vespu.

„Þá leyfði ég syni mínum að keyra vespu í Hollandi. Ég var aftan á og hann ætlaði bara að keyra inn í bíl,“ sagði Guðmundur og hló.

Betur fór þó en á horfðist.

„Ég náði að öskra eitthvað á hann, hann snarstoppaði og við skutumst af,“ bætti Guðmundur við.

Sem fyrr segir er Albert í dag á mála hjá Genoa. Hann er kominn með 11 mörk og 3 stoðsendingar í öllum keppnum. Í kjölfarið hefur kappinn verið orðaður við stærri lið víða um Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Declan Rice útskýrir af hverju hann benti til himna í gær – „Ég elskaði hana innilega“

Declan Rice útskýrir af hverju hann benti til himna í gær – „Ég elskaði hana innilega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Ég get ekki haldið áfram og sagst vilja gera það sama og í fyrra“

„Ég get ekki haldið áfram og sagst vilja gera það sama og í fyrra“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði