fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Vonar innilega að Alonso taki ekki við af Klopp – ,,Allir búast við því besta um leið“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. janúar 2024 18:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp er að yfirgefa lið Liverpool en hann greindi frá því í gær og verður án félags þegar tímabilinu lýkur.

Það er ekki víst hver tekur við keflinu en Xabi Alonso, fyrrum leikmaður liðsins, hefur verið orðaður við starfið.

Alonso hefur gert stórkostlega hluti með Bayer Leverkusen í Þýskalandi og þykir vera gríðarlega efnilegur þjálfari.

Annar fyrrum leikmaður Liverpool, Luis Garcia, vill ekki sjá Alonso taka við Liverpool strax en það fylgir því gríðarleg pressa að taka við af Klopp sem hefur gert magnaða hluti á undanförnum árum.

,,Stundum þarftu að taka því rólega og ekki flýta þér að hlutunum. Ég er ekki að segja að Xabi sé ekki tilbúinn að taka við svo stóru liði en ég hef séð það sem hann hefur gert hjá Leverkusen,“ sagði Garcia.

,,Hann hefur gert stórkostlega hluti og var að skrifa undir nýjan samning en hann er orðaður við Real Madrid, Liverpool og Bayern Munchen. Ég er hrifinn af því sem hann er að gera í dag, eitt skref í einu.“

,,Ég vil ekki sjá hann taka við af Jurgen Klopp því það verkefni er gríðarlega stórt eftir allt sem hann gerði fyrir félagið. Allir munu búast við að Xabi skili því besta um leið, þeir vilja sjá Liverpool berjast um alla þá titla sem eru í boði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið