fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Vonar innilega að Albert fari þangað næst – „Ég held það væri betra“

433
Laugardaginn 27. janúar 2024 08:14

Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagnfræðingurinn og íþróttaáhugamaðurinn Stefán Pálsson var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarp Símans alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

video
play-sharp-fill

Albert Guðmundsson hefur farið á kostum með Genoa á leiktíðinni og hefur í kjölfarið verið orðaður annað. West Ham er til að mynda talið vilja kaupa hann.

„Það er tilfinning manns að hann klári tímabilið í Genoa,“ sagði Helgi í þættinum.

Hrafnkell tók undir þetta.

„Mér finnst það líklegast og að í kjölfarið fari hann í Juventus, Lazio eða eitthvað stórlið á Ítalíu. Ég vil líka bara sjá hann gera það. Jú, jú, West Ham er heillandi, London, risalið. Ég er ekkert viss um að hann passi inn í boltann hjá David Moyes. Ég væri frekar til í að sjá hann fara fram með Vlahovic hjá Juve. Ég held það væri betra move.“

Stefán var sammála og telur verra að skipta um lið í janúar en á sumrin.

„Í janúar ertu keyptur á öðrum forsendum. Giggin sem þú færð í janúar eru af því það er eitthvað sem er ekki að virka hjá viðkomandi liði. Það er krafa að þú reddir einhverju strax. Stundum koma peningar og tilboð sem enginn getur sagt nei við en almennt myndi ég mæla með því að menn sitji og klári þetta bara fyrir haustið.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“
Hide picture