fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Botnar ekki í fréttum af Gylfa og trúir ekki að þetta rætist – „Þetta er hálf gruggugt“

433
Laugardaginn 27. janúar 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagnfræðingurinn og íþróttaáhugamaðurinn Stefán Pálsson var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarp Símans alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

video
play-sharp-fill

Það vakti athygli þegar Gylfi Þór Sigurðsson rifti samningi sínum við Lyngby á dögunum. Gylfi er meiddur og er í endurhæfingu. Lyngby vonast til þess að Gylfi mæti aftur til félagsins ef hann nær sér af meiðslunum.

Kappinn sneri aftur á knattspyrnuvöllinn síðasta haust eftir tveggja ára hlé. Hann hafði verið að finna taktinn þegar bakslag kom í endurhæfinguna.

Þetta var tekið fyrir í þættinum en Hrafnkell sér hann ekki snúa aftur til Lyngby.

„Ég sé það ekki gerast. Þetta er hálf gruggugt,“ sagði hann og hélt áfram.

„Ég vil bara sjá hann koma í Bestu deildina. Farðu í FH og spilaðu á grasi. Það væri bara geggjað.“

Stefán tók til máls.

„Þú getur alveg afsalað þér launum án þess að rifta samning, myndi maður halda.“

Ísland mætir Ísrael í mikilvægum leik í umspili um sæti á EM í mars og Úkraínu eða Bosníu í úrslitum um sæti á mótinu ef hann vinnst. Hrafnkell sér Gylfa ekki endilega spila þessa leiki.

„Eins og staðan er núna verður það bara erfitt. Hann er ekki að fara að spila neina leiki á næstunni. Að fá hann inn í tvo leiki á stuttum tíma, jú mögulega sem varamann.“

„Erum við ekki líka að sjá hann sem rulluspilara og reynslubolta í hópinn?“ skaut Helgi inn í áður en Hrafnkell tók til máls á ný.

„Hann mun vega þungt í hópnum og fáum hann kannski inn af bekknum í 20-30 mínútur. Það gæti gert mikið.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið
Hide picture