fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Tveir aðdáendur leggja fram kæru því Madonna hóf tónleika tveimur klukkustundum of seint

Fókus
Laugardaginn 20. janúar 2024 09:30

Madonna á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir aðdáendur tónlistarkonunnar Madonnu hafa lagt fram kæru vegna þess að stórstjarnan hóf tónleika sína í New York á dögunum alltof seint. Tónleikarnir, sem fóru fram í desember á síðasta ári, áttu að hefjast kl.20.30 en söngkonan lét ekki sjá sig fyrr en tveimur klukkustundum eftir auglýstan tíma og hóf þá upp raust sína. Var tónleikunum lokið um kl.1 um nóttina vegna þessa. BBC greinir frá.

Aðdáendurnir, þeir Michael Fellows og Jonathan Hadden, halda því fram í kærunni að þeir hefðu aldrei keypt miða á tónleikana vitandi það að þeir myndu hefjast svo seint. Þeir hafi haft skuldbindingar varðandi vinnu og gagnvart fjölskyldu sinni daginn eftir og því hafi þeir þurft á fullum nætursvefni að halda.

Þeir hafa kært skipuleggjenda tónleikanna, Live Nation, og tónleikastaðinn Barclays Center fyrir rangar auglýsingar, villandi upplýsingar og svikula viðskiptahætti. Fulltrúi Madonnu og þessara aðila höfðu ekki svarað fyrirspurn BBC vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife