fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Þetta eru sagðar ástæður þess að margar stjörnur hafa fengið ógeð af lífinu í Sádí Arabíu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir örfáa mánuði í Sádí Arabíu hefur Jordan Henderson fengið nóg og hefur rift samningi sínum við Al-Ettifaq. Búist er við að fleiri leikmenn reyni að komast burt á næstunni.

Fjöldi leikmanna fór frá Evrópu til Sádí Arabíu síðasta sumar en nú virðast margir af þeim vilja fara burt frá landinu.

Ensk blöð segja margar ástæður vera fyrir því. Óbærilegur hiti er sögð ein ástæða þess að leikmenn frá Evrópu eiga í vandræðum með að venjast lífinu í Sádí Arabíu, æfingar eru alltaf á kvöldin enda er hitinn á daginn alltaf í kringum 40 gráðurnar.

Ömurlegt mæting er nefnd sem önnur ástæða en sem dæmi mættu 144 áhorfendur á leik Al-Riyadh og Al-Khalee. Jordan Henderson og félagar í Al-Ettifaq spiluðu leik þar sem 600 áhorfendur mættu.

Flestar stjörnurnar sem mættar eru í deildina eru vanar því að spila fyrir um og yfir 50 þúsund áhorfendur í hverri umferð.

Lífsstíllinn utan vallar er svo sagður erfiður fyrir marga, lítið er í boði af þeim hlutum sem þessir leikmenn venjast frá Evrópu.

Einnig er sú ástæða nefnd að leikmenn eiga á hættu að missa sæti sitt í landsliðum sínum og er það ein ástæða þess að Henderson flýr Sádí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar