fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Sjáðu stórkostleg tilþrif Bobb í sigurmarki Manchester City

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. janúar 2024 19:47

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var talsvert meira fjör í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en leikið var á St. James’ Park í Newcastle.

Fyrri leik dagsins lauk með 1-0 sigri Chelsea á Fulham þar sem fjörið var af skornum skammti.

Newcastle lenti undir í leiknum í dag gegn meisturunum en kom til baka og tók forystu í fyrri hálfleik með mörkum frá Anthony Gordon og Alexander Isak.

Kevin de Bruyne er að snúa aftur í lið City en hann var ekki lengi að stimpla sig inn eftir innkomu í seinni hálfleik.

Belginn sá um að jafna metin fyrir gestina á 74. mínútu í 2-2, fimm mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður.

City pressaði stíft að marki heimamanna á lokamínútunum og náði inn sigurmarki á síðustu metrunum.

Oscar Bobb gerði það mark sem var í raun stórkostlegt en hann fékk sendingu frá De Bruyne og kláraði færi sitt af stakri stilld til að tryggja sigurinn.

Hér má sjá markið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona