fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Klara tjáir sig eftir tíðindin úr Laugardalnum í kvöld – „Rosalega erfið ákvörðun“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ greindi frá því í kvöld að Klara Bjartmarz myndi láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins í febrúar. Hún hefur starfað innan þess í 30 ár. Klara segir ákvörðunina erfiða en er sátt við hana.

„Mér fannst kominn tími á nýjar áskoranir svo mér fannst þetta flottur tímapunktur,“ sagði Klara í stuttu samtali við 433.is í kvöld, en Klara hefur störf hjá Landhelgisgæslu Íslands 1. mars.

En var ákvörðunin erfið?

„Rosalega erfið. Þetta er að mörgu leyti draumastafið, þetta er mitt aðaláhugamál. En ég er sátt við þessa ákvörðun.“

Klara hefur verið hluti af knattspyrnuhreyfingunni mest allt sitt líf.

„Þetta er auðvitað aðeins lengra en þessi 30 ár því á undan var ég auðvitað leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður og framvegis. Þetta er bara búið að vera mikið ævintýri.“

Vanda Sigurgeirsdóttir er sömuleiðis að stíga til hliðar sem formaður KSÍ í febrúar. Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson hafa tilkynnt um framboð sitt um að verða næsti formaður. Klara segir bjarta tíma framundan í Laugardalnum.

„Það kemur maður í manns stað eins og á vellinum. Það verða einhverjar breytingar og þær verða vonandi til góðs,“ sagði Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ.

Meira
Risatíðindi úr Laugardalnum – Klara lætur af störfum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Í gær

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG