fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Yfirvöld ætla að bregðast við hegðun Barton – Hefur hraunað yfir konur undanfarið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 18:00

Joey Barton. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttamálaráðherra Bretlands, Stuart Andrew, ætlar að bregðast við hegðun fyrrum knattspyrnumannsins Joey Barton á samfélagsmiðlum undanfarið.

Barton hefur undanfarnar vikur hjólað í konur sem fjalla um karlaknattspyrnu, telur hann þær ekki hafa neitt erindi í slíka umfjöllun. Barton hefur gengið ansi langt í þessari „herferð“ sinni og tekið einstaka konur í geiranum sérstaklega fyrir.

Fjöldi fólks í knattspyrnuhreyfingunni hefur gagnrýnt Barton opinberlega. Má þar nefna Gary Neville, sparkspeking og Manchester United goðsögn, sem gerði það á dögunum.

„Þetta eru ummæli sem geta opnað flóðgáttir og eru algjörlega óásættanleg,“ segir Andrew.

Bætti hann þá við að hann myndi glaður vilja ræða hegðun Barton við fulltrúa samfélagsmiðlanna sem hann notar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool