fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Fyrirliðinn leiður yfir fréttunum af Frey – „Það verður enginn ríkur hjá Lyngby“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. janúar 2024 14:30

Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcel Rømer, fyrirliði Lyngby, segist hafa verið leiður þegar hann fékk fréttirnar af því að Freyr Alexandersson væri að hætta sem þjálfari liðsins og taka við KV Kortrijk í Belgíu. Hann segir Íslendinginn þó eiga tækifærið skilið.

Freyr tók við Lyngby árið 2021 í dönsku B-deildinni og hefur skilað af sér frábæru starfi. Liðið er nú um miðja úrvalsdeild eftir að hafa haldið sér uppi sem nýliði í fyrra. Nú fer hann hins vegar annað.

„Hann á þetta tækifæri skilið. Hann hefur skilað frábæru starfi hér. Að því sögðu kemur þetta sér þó ansi illa,“ segir Rømer við Bold.dk.

Rømer talar afar vel um Frey.

„Hann hefur óbilandi trú á þessu liði. Hann fékk alla með sér í lið og tókst að halda öllum ánægðum,“ segir hann og ræðir svo kveðjustund þeirra félaga.

„Ég talaði við hann í síma. Við ræddum hvað við kynnum að meta hvern annan. Ég sagði honum að hann ætti skilið að vera verðlaunaður fyrir sín störf.

Ég var mjög leiður þegar ég fékk fréttirnar því ég hef átt í mjög góðu samstarfi við hann. Hann hefur gert svo mikið gott fyrir klúbbinn svo ég var mjög leiður í alla staði.“

Rømer segist skilja ákvörðun Freys vel og að Lyngby geti ekki keppt við Kortrijk er kemur að launum og slíku.

„Það er ekki hægt að halda í við það sem er boðið í Belgíu. Það verður enginn ríkur hjá Lyngby. Þetta er allt annað dæmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hinn umdeildi dómari ákærður – Sakaður um að hafa brotið hrottalega gegn barni

Hinn umdeildi dómari ákærður – Sakaður um að hafa brotið hrottalega gegn barni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Frakklands bálreiður eftir að baulað var á leikmann liðsins í gær

Þjálfari Frakklands bálreiður eftir að baulað var á leikmann liðsins í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Margir Íslendingar reiðir yfir sjónvarpinu í gærkvöldi – Sýn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins

Margir Íslendingar reiðir yfir sjónvarpinu í gærkvöldi – Sýn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birtir myndir sem vekja mikla athygli: Vakti furðu í barnaafmæli um daginn – Nú birtir hún mynd af sér án fata

Birtir myndir sem vekja mikla athygli: Vakti furðu í barnaafmæli um daginn – Nú birtir hún mynd af sér án fata
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“
433Sport
Í gær

Sjáðu sóðalegt brot og verðskuldað rautt spjald – Heppni að Jón Dagur meiddist ekki illa

Sjáðu sóðalegt brot og verðskuldað rautt spjald – Heppni að Jón Dagur meiddist ekki illa
433Sport
Í gær

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel