fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Ástæða fyrir U-beygju Dortmund er kemur að Sancho

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho er að snúa aftur til síns gamla félags, Dortmund. Það var þó ekki alltaf í kortunum. The Athletic fjallar um þetta.

Englendingurinn ungi hefur verið í frystikistunni hjá Manchester United á leiktíðinni en hann á í stríði við stjórann Erik ten Hag.

Það var því löngu ljóst að hann væri að fara frá United og niðurstaðan virðist ætla að verða sú að hann fari til Dortmund á láni út tímabilið, hið minnsta.

United keypti Sancho einmitt frá Dortmund á 73 milljónir punda sumarið 2021.

Þrátt fyrir að Sancho hafi farið á kostum með Dortmund síðast þegar hann var þar ætlaði félagið sér ekki að fá hann aftur. Eftir skelfilegt gengi í desember var hins vegar tekin ákvörðun um að það þyrfti að styrkja liðið fram á við.

Það er talið að Dortmund greiði 3 milljónir punda fyrir að fá Sancho á láni út tímabilið og þá þarf félagið að greiða hluta launa hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Inter til í að skera United úr snörunni

Inter til í að skera United úr snörunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Reyndu að fjárkúga vel þekktan mann – Heimtuðu tugi milljóna

Reyndu að fjárkúga vel þekktan mann – Heimtuðu tugi milljóna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu