fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Æðstu menn hjá United ræða framtíð Greenwood – Þetta eru möguleikarnir á borðinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æðstu menn hjá Manchester United munu brátt funda um framtíð Mason Greenwood, leikmanns félagsins sem er á láni hjá Getafe. The Athletic segir frá þessu.

Greenwood hefur spilað afar vel með Getafe fyrri hluta tímabils og hefur það vakið áhuga stærri félaga. Barcelona og Atletico Madrid hafa bæði áhuga á honum miðað við fréttir.

Englendingurinn ungi er ekki talinn eiga framtíð hjá United, en í byrjun þessa árs voru mál gegn honum látin niður falla. Hann var sakaður um gróft ofbeldi gegn kærustu sinni – og nú barnsmóður – Harriet Robson. Málið var látið niður falla í kjölfar þess að lykilvitni dró sig til hlés.

United vill þó fá pening í kassann fyrir Greenwood en talið er að Börsungar séu til í að borga 40 milljónir evra til að mynda. Sá möguleiki er því nefndur til sögunnar að enska félagið kalli sóknarmanninn til baka í glugganum í þessum mánuði og fari í viðræður við félög sem vilja kaupa hann.

Líklegri niðurstaða er þó sú að Greenwood klári tímabilið með Getafe og verði svo seldur annað, en samningur hans við United rennur út eftir næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Í gær

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám
433Sport
Í gær

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“