fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Veist þú hvað eitruð jákvæðni er?

Fókus
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 12:30

Wikimedia/Germanna CC. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, hefur ritað grein sem birt er á Vísi. Ingrid, sem er með MA-gráðu í jákvæðri sálfræði tekur þar fyrir það sem kallað er eitruð jákvæðni (e. toxic positivity).

Ingrid segir eitraða jákvæðni snúast um að viðhalda ávallt jákvæðu hugarfari burtséð frá þeim flóknu og tilfinningalega erfiðu aðstæðum sem maður kann að standa frammi fyrir.

Þetta geti tekið á sig ýmsar birtingarmyndir eins og t.d. að segja fólki sem misst hefur ástvin að muna bara eftir góðu stundunum og vera þakklát fyrir tímann sem það átti með hinum látna. Þetta sé eflaust vel meint en með þessu sé verið að vísa á bug réttmætum tilfinningum:

„Það þrýstir á hann að tileinka sér jákvætt hugarfar og ýta í burtu eðlilegum tilfinningalegum viðbrögðum við missi ástvinar. Í stað þess að viðurkenna sársaukafullar tilfinningar er hann hvattur til að bæla þær niður og einbeita sér aðeins að þeim jákvæðu. Þetta getur verið skaðlegt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og heilun. Betri viðbrögð væru að viðurkenna sársauka þess sem syrgir, sýna samúð og leyfa upplifun og tjáningu raunverulegra tilfinninga.“

Ingrid segir eitraða jákvæðni geta verið skaðlega af ýmsum ástæðum. Hún ógildi raunverulegar tilfinningar og letji fólk við að tjá þær, viðurkenna þær og að vinna úr þeim. Eitruð jákvæðni skapi samfélagslegar væntingar um að vera hamingjusamur. Það geti aukið einangrunartilfinningu þeirra sem glími við tilfinningaleg vandamál. Sömuleiðis geti það aukið skömm og sektarkennd þeirra sem eru í slíkri stöðu. Sambönd geti skaðast og streita aukist.

Ingrid segir að lokum að jákvæðni sé gagnleg en það sé mikilvægt að horfast í augu við og vinna sig í gegnum erfiðar tilfinningar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum