fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Carragher telur Liverpool þurfa að gera þetta á markaðnum – „Mega ekki sóa þessu tækifæri“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool-goðsögnin og sparkspekingurinn Jamie Carragher telur að félagið þurfi að bæta við sig varnarmanni í félagaskiptaglugganum í þessum mánuði.

Þetta sagði Carragher eftir sigur Liverpool á Newcastle í gær. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Lærisveinar Jurgen Klopp eru þó að glíma við meiðslavandræði í vörninni. Vinstri bakverðirnir Andy Robertson og Kostas Tsimikas eru báðir frá og þá er Joel Matip frá út tímabilið.

„Liverpool má ekki sóa þessu tækifæri,“ sagði Carragher í gær. „Mér finnst liðið þurfa að ná í varnarmann í janúar.“

Carragher virðist bjartsýnn á að Liverpool geti landað titlinum.

„Liverpool er með eitthvað sem Arsenal hefur ekki, stjóra sem hefur unnið titilinn áður. Svo eru leikmenn þarna í heimsklassa. Hvað varðar Arsenal og Aston Villa eiga þau eftir að sanna það,“ segir Carragher en Manchester City er auðvitað augljós kandídat einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Í gær

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu
433Sport
Í gær

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“
433Sport
Í gær

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina