fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Guardiola viðurkennir að Liverpool sé betra liðið í dag

Victor Pálsson
Sunnudaginn 31. desember 2023 18:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, viðurkennir að Liverpool hafi spilað betur en hans menn á þessu tímabili.

Liverpool er á toppi deildarinnar og er tveimur stigum á undan Englandsmeisturunum sem sitja í þriðja sæti.

Guardiola veit að Man City er ekki að spila eins vel og í fyrra en liðið hefur tapað þremur leikjum gegn aðeins einum tapleik hjá Liverpool.

,,Þetta er hörku barátta – við erum ekki á toppi deildarinnar og Liverpool hefur spilað betur en við,“ sagði Guardiola.

,,Við höfum glímt við mörg meiðsli og önnur vandamál. Við erum vanir því að vinna titla og ég myndi segja að við séum í baráttunni.“

,,Það verður ekki eins mikið álag á okkur í janúar og það var í nóvember og desember og við undirbúum okkur fyrir það sem kemur næst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Í gær

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu
433Sport
Í gær

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“
433Sport
Í gær

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina