Chelsea gæti losað sig við allt að fimm leikmenn í félagaskiptaglugganum í janúar. The Athletic segir frá þessu.
Chelsea hefur fengið inn haug af leikmönnum frá því Todd Boehly eignaðist félagið og þarf að losa eitthvað á móti.
Það er talið líklegt að Conor Gallagher fari þrátt fyrir að spila stóra rullu og bera fyrirliðabandið undanfarið. Er hann orðaður við Everton, Tottenham og West Ham til að mynda.
Talið er að Gallagher kosti um 40 milljónir punda.
Þá er varnarmaðurinn Trevoh Chalobah á sölulista sem og framherjinn Armando Broja.
Ian Maatsen gæti einnig farið og þá er Malang Sarr, sem er algjörlega úti í kuldanum hjá Chelsea, líklega á förum.