fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Rooney alls ekki sáttur og baunar á eigin menn – ,,Ekki leikmenn sem ég vil nota á vellinum“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 28. desember 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney er ekki ánægður með leikmannahóp sinn hjá Birmingham og vonast innilega eftir styrkingum í janúarglugganum.

Rooney tók við Birmingham í ensku Championship-deildinni fyrr á tímabilinu en gengi liðsins hefur verið afskaplega slæmt undir hans stjórn.

Birmingham tapaði 3-1 gegn Stoke á dögunum og er Rooney sannfærður um að hann þurfi á nýjum leikmönnum að halda og það sem fyrst.

,,Þetta var óásættanleg frammistaða og fólk þarf að byrja að hugsa um sitt eigið stolt,“ sagði Rooney.

,,Ég set stórt spurningamerki við frammistöðuna í þessum leik því við vorum alls ekki nógu góðir og þetta eru ekki leikmenn sem ég vil nota á vellinum.“

Rooney var svo spurður að því hvort hann vildi fá nýja leikmenn í janúar og staðfesti það um leið.

,,Ég vona það innilega, það er augljóst að vandamálin eru til staðar. Við erum að skoða okkar mál. Við viljum fá inn leikmenn sem geta gert gæfumuninn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fundaði einnig með Liverpool

Fundaði einnig með Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Í gær

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Í gær

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist