fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

England: Stórkostleg endurkoma Manchester United gegn Villa – Hojlund með sigurmarkið

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. desember 2023 22:04

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United 3 – 2 Aston Villa
0-1 John McGinn(’21)
0-2 Leander Dendoncker(’26)
1-2 Alejandro Garnacho(’59)
2-2 Alejandro Garnacho(’71)
3-2 Rasmus Hojlund(’82)

Síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en boðið var upp á veislu á Old Trafford, heimavelli Manchester United.

Heimamenn í Man Utd byrjuðu leikinn sov sannarlega ekki vel en Villa leiddi með tveimur mörkum eftir fyrri hálfleikinn.

John McGinn skoraði fyrsta mark leiksins nokkuð óvænt úr langri aukaspyrnu en hann reyndi þá að gefa boltann á samherja sína innan teigs.

Seinna mark Villa var skorað eftir hornspyrnu og var það miðjumaðurinn Leander Dendoncker sem gerði það.

Allt annað lið heimamanna mætti til leiks í seinni hálfleik og átti Alejandro Garnacho flottan leik og sá um að jafna metin með tveimur mörkum.

Tvenna Garnacho kom Man Utd í 2-2 og var það svo Rasmus Hojlund sem gerði sigurmarkið og um leið sitt fyrsta deildarmark fyrir enska stórliðið.

Villa ógnaði marki Man Utd afskaplega lítið í seinni hálfleik og endurkoman nokkuð sannfærandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
433Sport
Í gær

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“
433Sport
Í gær

Hver er staðan á Alberti?

Hver er staðan á Alberti?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun