Paul Gascoigne er ansi skrautlegur karakter og var jólakveðja hans í ár í takt við það.
Gascoigne spilaði fyrir lið á borð við Newcastle, Tottenham og Lazio á ferlinum en var oft til vandræða utan vallar.
Hann spilaði þó með Middlesbrough árið 1998, einmitt gegn Newcastle.
Þá hlupu inn á tvær berbrjósta konur í jólasveinaklæðnaði og fóru að Gascoigne.
Hann hafði mjög gaman að, og hefur greinilega enn í dag.
Gascoigne birti nefnilega mynd af sér og annarri konunni þennan dag með jólakveðjunni í ár.
„Ég vildi að alla daga væru jól. Gleðileg jól,“ skrifaði Gascoigne á samfélagsmiðla.
I wish it could be Christmas everyday , Merry Christmas 🎅 🎄🎅xxxxxxxxxx pic.twitter.com/XYeiJEnEgx
— Paul Gascoigne (@PaulGazza_8) December 22, 2023