fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Neita því að hafa átt í viðræðum um Arnar Gunnlaugs

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 22. desember 2023 21:59

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norrköping þvertekur fyrir að hafa átt í viðræðum við Víking um Arnar Gunnlaugsson, þjálfara liðsins.

Fyrr í dag var greint frá því á heimasíðu Íslands- og bikarmeistaranna að þeir hefðu hafnað tilboðum í Arnar og slitið viðræðum við Norrköping, en hann hafði verið sterklega orðaður við sænska félagið.

„Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera. Því ákvað félagið að afþakka frekari samningaviðræður og setja allan fókus á undirbúning fyrir næsta tímabil.

Arnar er afar fær þjálfari og mikilvægur okkur Víkingum og er ég afar spenntur fyrir áframhaldandi samstarfi með Arnari,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.

Sakarias Mårdh hjá Norrköping segir hins vegar í sænskum fjölmiðlum að menn þar á bæ kannist ekki við að hafa átt í viðræðum við Víking.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur