Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Manchester City hefur hikstað hressilega í deildinni á þessu tímabili og meistararnir ekki verið líkir sjálfum sér.
„Núna er Kevin de Bruyne að koma til baka og þá hafa þeir oft farið á flugið, ég er ekki jafn sannfærður með þá samt,“ segir Hrafnkel Freyr.
Sigurður segir að það vanti De Bruyne inn. „Þeim vantar hann inn, það sést bara hjá þeim,“ segir Sigurður.
Hrafnkell bendir svo á Ilkay Gundogan sem fór í sumar. „Ef það er ekki De Bruyne þá vantar Gundogan og hann er í öðru liði.“
Umræða um þetta er hér að neðan.