Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Sigurður er einn harðasti stuðningsmaður Manchester United hér á landi og ræddi hvort það eigi að reka Erik ten Hag, stjóra liðsins.
„Ég er búinn að spyrja mig, leysir það eitthvað að henda honum? Þú ert með Sancho sem neitar að biðjast afsökunar, það á bara að henda honum burt. Ég er ánægður með hvernig hann tæklar ákveðna helgi,“ sagði Sigurður
„Vissulega fá nýjan mann þá núllstillast menn, það eru rök með og á móti.“
„Það eru rotin epli þarna alveg niður í mötuneyti.“
Hrafnkell segir það ekki rétt að reka Ten Hag. „Fá inn alvöru yfirmann knattspyrnumála, það er margt sem böggar United stuðningsmenn og ég skil það. Hann er alltaf fúll.“
Umræðan er í heild hér að neðan.