fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Pressan

Segir sænska ríkið sjúga liminn á Adolf Hitler

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 22. desember 2023 16:00

Rosenbad í Stokkhólmi hýsir sænska stjórnarráðið/Wikimedia-Arild Vågen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aftonbladet greinir frá því að fyrrverandi háttsettur stjórnmálamaður hafi verið dæmdur fyrir skemmdarverk eftir að hafa skrifað eftirfarandi orð á vegg þjóðminjasafnsins í Stokkhólmi, með málningu úr úðabrúsa:

„Hitlers kuksugare.“

Er þá viðkomandi að vísa til einhvers sem sýgur liminn á Adolf Hitler.

Aftonbladet nafngreinir ekki stjórnmálamanninn fyrrverandi en segir hann hafa gegnt háum stöðum í bæði í Svíþjóð og á vettvangi Evrópusambandsins.

Maðurinn var handtekinn síðastliðinn þriðjudag eftir að öryggisverðir sáu til hans í eftirlitsmyndavélum og hringdu á lögregluna. Maðurinn reyndi að flýja af vettvangi eftir að hann hafði lokið við að skrifa umrædd orð á vegginn en án árangurs. Hann sletti einnig málningu á safnið.

Maðurinn var með bakpoka á sér og í honum fundust málningarburstar og rauð málning. Hann var einnig með málningarbletti á líkamanum og var um að ræða sömu málningu og slett hafði verið á vegg þjóðminjasafnsins.

Á leiðinni á lögreglustöðina tjáði maðurinn lögreglumönnum að sænska ríkið sygi liminn á Adolf Hitler.

Hann játaði verknaðinn við yfirheyrslu og sagðist mjög reiður út í Svíþjóð og þjóðminjasafnið væri tákn fyrir landið.

Hann sagðist jafnframt hafa skrifað þessi orð af því að Svíþjóð hefði þjónað alræðisstjórn í síðari heimsstyrjöldinni. Stjórnmálamaðurinn fyrrverandi bætti því við að einhver hefði hlerað síma hans og lesið tölvupósta hans síðustu 20 ár. Þetta væru verk alræðisstjórnar. Maðurinn var einnig með talsvert af reiðufé á sér en hann sagðist gera það af því hann væri hræddur um að einhver myndi loka bankareikningnum hans.

Það tók ekki langan tíma að afgreiða málið. Tveimur dögum eftir handtökuna fékk maðurinn skilorðsbundinn dóm og var þar að auki dæmdur til að greiða skaðabætur sem nota á til að kosta hreinsun á þjóðminjasafninu og kirkju sem maðurinn skrifaði sömu orð á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að setja te í sjóðandi vatn

Þess vegna áttu ekki að setja te í sjóðandi vatn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leigði íbúð á Airbnb og mátti varla anda án þess að greiða aukagjald – „Faldar myndavélar…Að vita að eitthvað var notað tvisvar þýðir að hún er að horfa á þig“

Leigði íbúð á Airbnb og mátti varla anda án þess að greiða aukagjald – „Faldar myndavélar…Að vita að eitthvað var notað tvisvar þýðir að hún er að horfa á þig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur ekki gerst í bandarísku bílaborginni frá árinu 1957

Þetta hefur ekki gerst í bandarísku bílaborginni frá árinu 1957
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil sorg eftir dauða 10 ára drengs sem varð fyrir skelfilegu einelti

Mikil sorg eftir dauða 10 ára drengs sem varð fyrir skelfilegu einelti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Laus við krabbameinið eftir byltingarkennda meðferð sem hann fann upp sjálfur

Laus við krabbameinið eftir byltingarkennda meðferð sem hann fann upp sjálfur
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 1 viku

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann