Mason Greenwood hefur heillað á láni hjá Getafe á þessari leiktíð og hefur það vakið athygli stærri liða.
Englendingurinn er á láni hjá Getafe frá Manchester United en ekki er talið að hann eigi framtíð á Old Trafford.
Breska götublaðið The Sun segir að United hafi tekið ákvörðun um að selja Greenwood næsta sumar en orðrómar höfðu verið á kreiki um að hann gæti snúið aftur í liðið.
Blaðið segir einnig frá því að stærri félög á Spáni hafi áhuga á Greenwood og eru Barcelona og Real Madrid þar nefnd til sögunnar.