fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Gosið orðið stöðugra en samt hætta á nýjum gosopum – Meðal annars í Grindavíkurbæ

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. desember 2023 20:30

Elgosið er orðið stöðugra. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hraunflæði í Sundhnúkagígaröðinni er núna fjórðungur af því sem það var í gærkvöldi þegar gosið hófst. Engu að síður er flæðið mun meira en var í upphafi hinna þriggja eldgosanna á Reykjanesskaga.

Hraunflæðið er nú um 100 rúmmetrar á sekúndu en var um 400 þegar mest lét í gærkvöldi. Þá hefur gosopum fækkað úr fimm niður í þrjá. Flæðið var svo mikið í nótt að lítið fjall hefur myndast, kolsvart og rýkur úr því.

Stöðugra gos

Samkvæmt tilkynningu Eldfjalla og náttúruvárhópi Suðurlands virðist eldgosið hafa náð stöðugu ástandi og gosórói nokkuð jafn.

„Samhliða upphafi eldgossins seig land nokkuð við Svartsengi þar sem landris hafði verið stöðugt síðustu vikur. Má því ætla að kvika hafi hlaupið þaðan úr lagganginum (sillunni) sem þar hefur myndast og komið eldgosinu af stað í gærkvöldi,“ segir í henni.

Frá 10. nóvember, þegar hræringarnar í Grindavík voru sem mestar, hafði land risið um 35 sentimetra í Svartsengi. Síðan í gær hefur það sigið um 7 sentimetra.

Aukin hætta

Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofunnar er þó aukin hætta á að ný gosop opnist. Mesta hættan er við þá sprungu sem þegar hefur opnast en mikil hætta er talin á að gosop geti opnast í Grindavíkurbæ sjálfum og þá með litlum fyrirvara. Alls er hættusvæðið nokkuð stórt en þetta nýja kort gildir til 28. desember næstkomandi.

Kortið gildir til 28. desember.

Auk þess sem dregið hefur úr hraunflæði þá hefur syðsta gosopið stöðvast og því rennur nú ekkert hraun suður í átt til Grindavíkur. Mesta hraunflæðið er í norðaustur en hrauntunga rennur einnig til vesturs, norðan við Stóra Skógarfell.

Rætt um fleiri garða

Hvað innviði varðar er það eina sem talið er í hættu nú Grindavíkurvegurinn en miðað við hraunflæðið í dag mun það taka nokkra daga að komast þangað.

Ríkisstjórnin fundaði í morgun og rætt var um hvort að reisa þurfi fleiri varnargarða. Um 80 prósent af þeim görðum sem verið er að reisa í kringum virkjunina Svartsengi og Bláa lónið eru fullgerðir. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur hefur lýst skoðun sinni að reisa ætti varnargarð norðan við bæinn til að varna honum frá hrauntungum.

Fólki snúið við

Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar biðla til fólks að vera ekki að fara að gosinu. Nokkrum göngumönnum hefur þegar verið snúið við.

Von er á slæmu veðri og hjarn er yfir jarðveginum sem getur verið mjög varasamur yfirferðar. Þá er nokkur gasmengun úr gosinu og fólk sem er þar nærri finnur vel fyrir henni í augum og öndunarfærum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar