fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Segir form hraunsins geta skipt máli

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 14:30

Frá gosstöðvunum. Mynd: Veðurstofa Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prófessor í eldfjallafræði við Uppsala-háskóla í Svíþjóð segir að það geti skipti máli hvort hraunið úr gosinu við Sundhnúksgíga verður mjög fljótandi eða í fastara formi. Þetta geti skipt máli varðandi það hversu vel varnargarðarnir við Svartsengi halda verði þeir fyrir hraunstreymi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Aftonbladet.

Þess misskilnings virðist þó gæta í fréttinni að varnargarðar hafi einnig verið reistir við Grindavík.

Rætt er við Valentin Troll, prófessor í eldfjallafræði við Uppsala-háskóla. Hann segist vera í góðu sambandi við íslensk starfssystkini sín.

Eins og er flæðir mest af hrauninu í norður og austur en ekki í átt að Grindavík eða Svartsengi og eins og íslenskir vísindamenn segir Troll að það geti breyst.

Hann segir að ef hraunið sé alveg fljótandi þá muni varnargarðarnir gagnast vel en ef það verði meira klístrað og kekkjóttara og þar með í fastara formi sé raunveruleg hætta á því að það flæði yfir varnargarðana. Troll segir hins vegar að eins og staðan sé núna sé hraunið vel fljótandi og því auðveldara að hafa stjórn á því.

Troll og aðrir vísindamenn í Svíþjóð sem rætt er við segja líklegt að gosið muni taka í mesta lagi 2 vikur og hafa það eftir íslenskum kollegum sínum en taka undir með þeim að það sé erfitt að spá fyrir um það með mikilli vissu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“