fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Einar: „Það er engin spurning að fólk mun finna fyrir þessu“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. desember 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, segir það miklu máli skipta hver vindáttin er þegar kemur að mengun frá eldgosinu sem hófst við Sundhnúkagígaröðina í gærkvöldi.

Viðbúið er að töluverð mengun fylgi eldgosinu enda hraunrennsli mun meira en var til dæmis í síðasta gosi við Litla-Hrút. Einar ræddi þetta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

„Eins og staðan er núna þá er vestanátt og vestanáttin ber gufurnar til austurs. Og það er þá helst yfir Krýsuvík og þær slóðir og svo áfram nærri Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Síðan er vindurinn með morgninum að verða meira norðvestanstæður og það er hagstæðara því þá fer mökkurinn bara yfir óbyggðir á Reykjanesi og síðan út á sjó. Þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af einu né neinu hvað það varðar,“ sagði Einar.

Einar segir að í nótt og í fyrramálið verði vindurinn meira suðvestanstæður og þá geti mengun farið að berast inn á Reykjanesið, í áttina að Vogum og jafnvel að höfuðborgarsvæðinu.

Aðspurður hvort magnið af gasi sé það mikið að íbúar í nágrenni gossins fari að finna fljótt fyrir menguninni sagði Einar: „Það kom fram í gær að menn litu svo á að ef hraunrennslið væri 100-200 rúmmetrar á sekúndu þá er þetta margfalt magn. Gasið er bara í réttu hlutfalli við kvikuna sem er að koma upp. Það er engin spurning að fólk mun finna fyrir þessu.“

Einar segir að á morgun komi skil upp að landinu með rigningu. Það sem gerist er að brennisteinsdíoxíð hvarfast í brennisteinssýru ef það er vatn til staðar í lofthjúpnum í einhverjum mæli. „Það er kannski það sem menn ættu að óttast á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga