fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fókus

Hertogaynjan deilir mynd frá æskujólum – Gæti verið uppáhaldsprins Breta

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. desember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogaynjan af Wales, Kate Middleton deildi á mánudag fjölskyldumynd af henni sitjandi við jólamatarborð árið 1983, aðeins nokkrum vikum áður en hún varð tveggja ára, þann 9. janúar 1984.

Á myndinni sést Katrín klæðast dökkri peysu og bláum og hvítum kjól ásamt litríku perluhálsmeni, og má sjá að hún og yngri sonur hennar, Lúðvík prins sem er fimm ára, eru nauðalík og sami grallarasvipurinn á Katrínu og sonur hennar er orðinn þekktur og elskaður fyrir.  Kveikt er á kertum á matarborðinu og fyrir aftan Katrínu má sjá greni og skreytingar. Svo virðist sem hún sé nýlega búin með jólagrautinn eða jafnvel eftirréttinn.

Lúðvík prins fjögurra ára sumarið 2022 með afa sínum.

Katrín deildi myndinni á samfélagsmiðlum sem hluta af herferð sinni, Shaping Us, sem ætlað er að auka meðvitund um þarfir barna yngri en 5 ára og fólksins sem annast þau. Herferðin miðar að því að sameina ljósmæður, leikskólakennara, fræðimenn og þroskasérfræðinga til að auka þekkingu og skilning á því hversu mikilvæg fyrstu fimm árin eru.

Herferðin er tæplega ársgömul og var einnig innblásturinn á bak við árlega jólatónleika Katrínar, en þeir voru haldnir í Westminster Abbey fyrr í mánuðinum. Tónleikarnir verða sýndir í bresku sjónvarpi á aðfangadagskvöld. Í aðdraganda sýningarinnar í sjónvarpi og til að minna á herferðina, hefur Katrín beðið fólk um að fylgja hennar fordæmi og deila myndum frá sínum fyrstu jólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Í gær

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Staðfestir að hún mun túlka Madonnu

Staðfestir að hún mun túlka Madonnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“