fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Jón Guðni sáttur með að koma heim og líður vel líkamlega – „Þetta var spurning um að koma heim eða verða einn eftir í útlöndum einhvers staðar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Guðni Fjóluson var í dag kynntur sem leikmaður Víkings eftir hátt í þrettán ár í atvinnumennsku. Það leggst gríðarlega vel í hann að spila með Íslands- og bikarmeisturunum.

„Þetta er búið að vera undirliggjandi í lengri tíma. Við erum búnir að halda sambandi en nú þegar þetta var on gerðist þetta hratt,“ segir Jón Guðni, sem var einnig orðaður við Víking í fyrra, við 433.is.  „Það var ekki eins nálægt þá og sagt var en Kári heyrði í mér. En ég þurfti að fara í aðra aðgerð þá, sem stoppaði það.“

video
play-sharp-fill

Jón Guðni kemur frá Hammarby en hann hefur átt erfið tvö ár þar sem hann hefur verið frá vegna meiðsla. Hann hlakkar mikið til að snúa aftur á völlinn.

„Maður getur ekki beðið. Ég er farinn að færast nær vellinum, fara út á völl sjálfur með bolta. Það verður mjög spennandi að komast aftur á völlinn,“ segir Jón Guðni sem kveðst líða mjög vel líkamlega.

Sem fyrr segir var Guðni lengi í atvinnumennsku en Svíþjóð, Noregi, Belgíu og Rússlandi.

„Þetta er búinn að vera góður og langur tími erlendis. Ég er með þrjú börn þannig þetta var spurning um að koma heim eða verða einn eftir í útlöndum einhvers staðar. Eftir að við komum heim í síðustu viku hefur tilfinningin verið mjög góð.“

Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, hefur verið sterklega orðaður við Norrköping í Svíþjóð og er framtíð hans í óvissu.

„Það eru blendnar tilfinningar í þessu. Auðvitað vill maður að Arnar verði áfram en maður vill líka að íslenskum þjálfurum gangi vel eins og leikmönnum og þeir fái sénsinn erlendis. Ég hef sjálfur verið í Norrköping. Þetta er flottur klúbbur og yrði geggjað skref fyrir hann,“ segir Jón Guðni um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
Hide picture