fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Jón Guðni sáttur með að koma heim og líður vel líkamlega – „Þetta var spurning um að koma heim eða verða einn eftir í útlöndum einhvers staðar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Guðni Fjóluson var í dag kynntur sem leikmaður Víkings eftir hátt í þrettán ár í atvinnumennsku. Það leggst gríðarlega vel í hann að spila með Íslands- og bikarmeisturunum.

„Þetta er búið að vera undirliggjandi í lengri tíma. Við erum búnir að halda sambandi en nú þegar þetta var on gerðist þetta hratt,“ segir Jón Guðni, sem var einnig orðaður við Víking í fyrra, við 433.is.  „Það var ekki eins nálægt þá og sagt var en Kári heyrði í mér. En ég þurfti að fara í aðra aðgerð þá, sem stoppaði það.“

video
play-sharp-fill

Jón Guðni kemur frá Hammarby en hann hefur átt erfið tvö ár þar sem hann hefur verið frá vegna meiðsla. Hann hlakkar mikið til að snúa aftur á völlinn.

„Maður getur ekki beðið. Ég er farinn að færast nær vellinum, fara út á völl sjálfur með bolta. Það verður mjög spennandi að komast aftur á völlinn,“ segir Jón Guðni sem kveðst líða mjög vel líkamlega.

Sem fyrr segir var Guðni lengi í atvinnumennsku en Svíþjóð, Noregi, Belgíu og Rússlandi.

„Þetta er búinn að vera góður og langur tími erlendis. Ég er með þrjú börn þannig þetta var spurning um að koma heim eða verða einn eftir í útlöndum einhvers staðar. Eftir að við komum heim í síðustu viku hefur tilfinningin verið mjög góð.“

Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, hefur verið sterklega orðaður við Norrköping í Svíþjóð og er framtíð hans í óvissu.

„Það eru blendnar tilfinningar í þessu. Auðvitað vill maður að Arnar verði áfram en maður vill líka að íslenskum þjálfurum gangi vel eins og leikmönnum og þeir fái sénsinn erlendis. Ég hef sjálfur verið í Norrköping. Þetta er flottur klúbbur og yrði geggjað skref fyrir hann,“ segir Jón Guðni um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
Hide picture