fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Mourinho enn að hugsa um Pep – ,,Snýst ekki um að ég sé öfundsjúkur“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. desember 2023 11:46

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Roma, virtist hafa skotið að Pep Guardiola, stjóra Manchester City, varðandi kaup félagsins á Kalvin Phillips.

Phillips er enskur landsliðsmaður og lék áður með Leeds en hann hefur fengið örfá tækifæri eftir komu sína til Manchester.

Um er að ræða 28 ára gamlan leikmann sem er til sölu í janúar en Man City keypti hann á 42 milljónir punda sumarið 2022.

Mourinho vill meina að Phillips hafi kostað allt að 80 milljónir evra og að hann gæti aldrei kastað svo dýrum leikmanni burt frá Roma enda fjárhagsstaða félagsins alls ekki eins góð og hjá Englandsmeisturunum.

,,Þetta snýst ekki um að ég sé öfundsjúkur en Manchester City eyddi til dæmis 80 milljónum evra í Kalvin Phillips. Pep hefur sagt það að hann vilji losna við hann í janúar til að kaupa annan miðjumann,“ sagði Mourinho.

,,Við lifum ekki í sama heimi, ég væri til í tvo, þrjá eða fjóra leikmenn til viðbótar og Roma líka. Við viljum reyna að gera liðið sterkara en lendum í ákveðnum erfiðleikum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera