fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Rússar vilja handtaka úkraínska Eurovision stjörnu

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. desember 2023 16:30

Jamala vann Eurovision árið 2016 með laginu 1944 sem fjallaði um þjóðernishreinsanir Sovétmanna á Töturum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eurovision sigurvegarinn Susana Jamaladinova, betur þekkt sem Jamala, er komin á lista Rússa yfir eftirlýsta glæpamenn. Er hún sökuð um að gera lítið úr mætti rússneska hersins.

Tass og fleiri rússneskir ríkismiðlar greina frá þessu.

Jamala, sem er fertug að aldri, er Tatari frá Krímskaga og Úkraínumaður. En Rússar hernumdu svæðið árið 2014 og þykjast hafa innlimað það. Langflest ríki heims viðurkenna ekki innlimunina.

Söngkonan kom, sá og sigraði Eurovision keppnina árið 2016 í Stokkhólmi í Svíþjóð með laginu „1944“ fyrir Úkraínu. Lagið fjallar um þjóðernishreinsanir Sovétmanna á krímverskum Töturum þetta téða ár. En margir þeirra voru fluttir nauðugir til Mið-Asíu, þar á meðal ættingjar Jamölu.

Jamala fékk flest stig í keppninni, 534 talsins, þar af 323 frá almenningi.

Styður heimaland sitt

Innanríkisráðuneyti Rússlands hefur nú ákært Jamölu fyrir að gera lítið úr mætti rússneska hersins. Í nóvember gaf rússneskur dómstóll út handtökuskipun á hana þrátt fyrir að hún sé ekki rússneskur ríkisborgari.

Jamala hefur stutt dyggilega á bak við málstað heimalands síns. Meðal annars hefur hún ferðast um heiminn og safnað fé fyrir varnir landsins gegn innrás Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“