fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Gömul ummæli hans rifjuð upp í ljósi þess að nú er hann orðaður við stjórastarfið hjá Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. desember 2023 13:00

Graham Potter / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter er í dag orðaður við stjórastarfið hjá Manchester United í enskum miðlum.

Sæti Erik ten Hag, núverandi stjóra United, er ansi heitt en liðinu hefur gengið illa í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð og endaði þá á botni síns riðils í Meistaradeild Evrópu.

Sir Jim Ratcliffe mun á næstu dögum eignast 25% hlut í United og tekur hann yfir stjórn á fótboltahlið félagsins. Sagt er að hann hafi þegar hitt Potter og rætt við hann um að taka við ef Ten Hag fer.

Ummæli Potter frá tíma sínum hjá Chelsea hafa verið rifjuð upp í ljósi þess að nú er hann orðaður við United. Þá hrósaði hann fjórum leikmönnum sérstaklega.

„Þeir eru með hættulega leikmenn eins og Rashford, Antony, Sancho og Bruno Fernandes sem eru gríðarlega mikilvægir. Þeir hafa vanist því að spila með hvorum öðrum,“ sagði Potter á síðustu leiktíð.

Það er spurning hvort leikmaður eins og Jadon Sancho ætti afturkvæmt undir stjórn Potter en hann er algjörlega í frystikistunni hjá Ten Hag.

Potter hefur verið án starfs síðan í apríl. Á dögunum hafnaði hann því að taka við Stoke í ensku B-deildinni. Er hann aðeins til í að snúa aftur til starfa fyrir stórlið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ótrúlegt klúður hjá Hojlund um helgina – Var nánast inni í markinu

Ótrúlegt klúður hjá Hojlund um helgina – Var nánast inni í markinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leki úr herbúðum United hefur hætt á síðustu mánuðum – Spjótið beinist því að einum manni

Leki úr herbúðum United hefur hætt á síðustu mánuðum – Spjótið beinist því að einum manni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“