fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Scholes segir að United hefði átt að sækja þessa tvo í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. desember 2023 13:30

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United goðsögnin Paul Scholes telur að félagið hefði átt að kaupa þá Harry Kane og Declan Rice í sumar.

Scholes fjallaði um leik United og Bayern Munchen á TNT Sports í gær en hann fór 0-1 fyrir Bayern. Enska liðið endar því á botni síns riðils í Meistaradeildinni.

United hefur einnig verið í miklum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni en Scholes telur félagið hafa gert mistök á markaðnum í sumar.

„Það voru líklega gerð tvö stór mistök í sumar. Maður hugsar um mann eins og Harry Kane. Þú hefðir fengið hann fyrir 100 milljónir punda og hann hefði komið,“ sagði Scholes.

„Annar leikmaður er Declan Rice. Þú ert að kaupa alvöru gæði og leikmann sem er búinn að sanna sig.“

Það fór svo í sumar að Kane fór frá Tottenham til Bayern á 86 milljónir punda en Rice fór frá West Ham til Arsenal á um 100 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er