fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
433Sport

Líkur á að Karius spili fyrsta Meistaradeildarleikinn frá því martröð Liverpool í Kænugarði átti sér stað

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. desember 2023 13:00

Karius eftir leikinn örlagaríka 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líkur á því að Loris Karius standi í marki Newcastle gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Um er að ræða ansi mikilvægan leik en enska liðið þarf að sigra og treysta á að Paris Saint-Germain vinni Dortmund ekki til að komast í 16-liða úrslit.

Newcastle er í mikilli markvarðakrísu en Nick Pope verður lengi frá. Þá er Martin Dubravka varamarkvörður að glíma við meiðsli.

Því er líklegt að Karius verði í rammanum.

Yrði þetta fyrsti Meistaradeildarleikur hans síðan í úrslitaleik keppninnar 2018 þegar hann gerði tvö skelfileg mistök í tapi Liverpool gegn Real Madrid.

Newcastle íhugar að fá sér markvörð í janúar og eru þeir David De Gea og Aaron Ramsdale til að mynda sagðir á óskalistanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

75 ára en getur ekki sagt skilið við boltann

75 ára en getur ekki sagt skilið við boltann
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bayern fékk höfnun frá Crystal Palace – Eftirsóttur eftir ótrúlegan árangur

Bayern fékk höfnun frá Crystal Palace – Eftirsóttur eftir ótrúlegan árangur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

13 ára Palmer sendi skilaboð á leikmann Chelsea – Sjáðu hvað hann skrifaði

13 ára Palmer sendi skilaboð á leikmann Chelsea – Sjáðu hvað hann skrifaði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Romano segir að Andri Lucas sé eftirsóttur af mun stærra félagi

Romano segir að Andri Lucas sé eftirsóttur af mun stærra félagi