fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Manchester United hefur engan áhuga á að nýta sér þann möguleika að halda honum hjá félaginu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. desember 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi Anthony Martial og framlengja hann um eitt ár. The Athletic greinir frá þessu.

Samningur hins 28 ára gamla Martial rennur út eftir leiktíðina en kappinn skrifaði undir fimm ára samning við United 2019 með möguleika á árs framlengingu.

Verður sá möguleiki hins vegar ekki nýttur af hálfu United og fer leikmaðurinn því frítt næsta sumar, nema hann verði seldur í janúar.

Martial var keyptur til United 2015 og varð um leið dýrasti táningur sögunnar. Kostaði hann 36 milljónir punda og kom frá Monaco en kaupverðið gat hækkað í 58 milljónir punda.

Það er óhætt að segja að Martial hafi ekki staðið undir væntingunum á tíma sínum hjá United og stuðningsmenn verða líklega margir hverjir glaðir að sjá hann fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sögusagnir um að Newcastle opni veskið enn frekar – Rosalegt tilboð og fjórföldun á launum

Sögusagnir um að Newcastle opni veskið enn frekar – Rosalegt tilboð og fjórföldun á launum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Í gær

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Í gær

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina