fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Guðni mættur á Old Trafford og fór fyrir framan myndavélina – Vonast eftir jólagjö frá Hojlund

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. desember 2023 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er staddur á Old Trafford þessa stundina og fylgist með leik Manchester United og Bournemouth.

Staðan þessa stundina er 1-0 fyrir gestunum frá Bournemouth en Dominic Solanke skoraði markið í fyrri hálfleik.

Guðni ræddi við heimasíðu Manchester United fyrir leik en hann er stuðningsmaður liðsins og hefur verið í mörg ár.

,,Ég er það svo sannarlega, það er heiður að vera mættur og ég hlakka til leiksins,“ sagði Guðni spurður út í það hvort hann væri harður stuðningsmaður enska liðsins.

,,Þeir heima sem hafa áhuga á íþróttum, við eigum það til að velja lið til að halda með í ensku úrvalsdeildinni. Faðir minn sagði mér að halda með Manchester United og það var að hluta til vegna harmleiksins í Munchen. Ég mun alltaf muna eftir gömlu góðu dögunum og er sannfærður að þeir snúi aftur fyrr frekar en seinna.“

Guðni bætir við að það væri frábær jólagjöf ef framherjinn Rasmus Hojlund myndi skora sitt fyrsta deildarmark fyrir félagið í þessari viðureign.

Nánar er rætt við Guðna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni