fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Leikmenn United virðast algjörlega slökkva í sögusögnum með ummælum sínum eftir leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. desember 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Manchester United kepptust við að lofsyngja stjórann Erik ten Hag eftir sigur liðsins á Chelsea í gær.

Scott McTominay gerði bæði mörk United í ansi mikilvægum sigri fyrir liðið og Ten Hag sem hefur verið mikið í umræðunni.

Talað hefur verið um í enskum miðlum að hann sé að missa klefann, eins og sagt er.

„Við stöndum allir við bakið á honum. Hann er stórkostlegur þjálfari,“ sagði Sofyan Amrabat eftir leik.

Amrabat gekk í raðir United frá Fiorentina í sumar en starfaði áður með Ten Hag hjá hollenska liðinu Utrecht.

„Ég vann með honum fyrir mörgum árum og þá var hann orðinn frábær þjálfari. Nú er hann einn sá besti í heimi. Hann hefur meiri reynslu og er búinn að vinna frábært starf alls staðar sem hann hefur farið.“

Markaskorarinn McTominay hrósaði Ten Hag einnig en hann var spurður hvað væri að baki hugarfari leikmanna í gær.

„Stjórinn, ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði hann.

„Hvernig hann nálgaðist leikinn, það voru léttar æfingar til að halda orkunni og vera ferskir því nú er spilað með skömmu millibili.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu
433Sport
Í gær

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“
433Sport
Í gær

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar
433Sport
Í gær

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ