fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Húsráðið sem breytir lífi þínu – Þú þarft aldrei að skafa frosnar bílrúður aftur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. desember 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver kannast ekki við að hamast á bílrúðunum og skafa og skafa frostið af þeim? Með stóru rúðusköfunni, litlu rúðusköfunni, kreditkortinu sem þú ert löngu búinn að maxa og má alveg við því að brotna í ræmur. Á endanum gefst maður upp og sumir keyra af stað með hálfskafnar rúður og biðja til æðri máttarvalda að lögreglan sé á stöðinni í kaffipásu frekar en á næsta horni.

Örvæntið ekki! Ung móðir að nafni Chloe er komin með sannkallað bjargráð sem hún segir hafa breytt lífi sínu og vetrarmorgnum og lofar að sama muni gerast hjá okkur hinum.

Myndband Chloe þar sem hún skefur frostið af framrúðu bílsins hefur rakað inn yfir tíu milljón áhorfum á TikTok. Chloe byrjar á því að fylla innkaupapoka af vatni. „Þetta er mjög fljótlegt og auðvelt, eina sem þú þarft að gera er að setja volgt vatn úr krananum beint í plastpoka.“ Síðan dregur hún pokann upp og niður framrúðuna á bílnum sínum. Frostið hverfur af rúðunni mjög auðveldlega og engin þörf á að skafa.

@chloemart15 Super quick & easy for mornings on the go! #lifehacks #carhacks #winter #windscreenhack #defrosthack #fyp ♬ original sound – C H L O E 🌸

„Þetta tekur bókstaflega fimm sekúndur. Ég get ekki lifað án þessa ráðs, prófið þetta, þið sjáið ekki eftir því.“ Chloe bendir fólki á að fara varlega og nota volgt vatn til að forðast að skemma bílrúðurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner