fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Manchester United með afar mikilvægan sigur í stórleiknum – Villa vann magnaðan sigur á meisturunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 22:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni.

Flestra augu voru á Old Trafford þar sem Manchester United tók á móti Chelsea. Heimamenn fengu vítaspyrnu snemma leiks eftir að brotið var á Antony. Fyrirliðinn Bruno Fernandes fór á punktinn og klikkaði hins vegar.

En á 19. mínútu tók United forystuna þegar Scott McTominay skoraði eftir að hafa tekið frákastið af skoti Harry Maguire.

Rétt fyrir hálfleikinn jafnaði Cole Palmer fyrir Chelsea með afar lúmsku skoti. Skemmtileg tilþrif.

United tók forystuna á ný á 69. mínútu með marki frá McTominay sem er markahæsti leikmaður United á leiktíðinni.

Lokatölur urðu 2-1 fyrir United. Heldur sanngjörn niðurstaða.

United er í sjötta sæti deildarinnar, 3 stigum á eftir Manchester City sem er í fjórða sæti. Chelsea er um miðja deild.

Á sama tíma tók Aston Villa á móti Englandsmeisturum Manchester City og heldur frábært gengi þeirra áfram.

Lærisveinar Unai Emery unnu magnaðan 1-0 sigur á City í kvöld en eina mark leiksins gerði Leon Bailey á 74. mínútu. Villa var hreinlega mun betri aðilinn í leiknum.

Með sigrinum fer Aston Villa upp fyrir City og í þriðja sæti deildarinnar. Þar er liðið nú með 32 stig.

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“