fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Carragher tekur hanskana af sér og veður í Guardiola – Talar um kærur og eignarhald City

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher tekur af sér boxhanskana og veður í Pep Guardiola stjóra Manchester City eftir að hann sendi pillu á Gary Neville og Carragher í gær.

Rætt var um City eftir jafntefli liðsins gegn Tottenham á sunnudag en ummæli frá Carragher og Neville fóru illa í Guardiola.

Guardiola ræddi í gær um það Neville hefði aldrei tekist að vinna deildina fjórum sinnum í röð og að Carragher hefði aldrei unnið deildina á ferli sínum.

Carragher tók þessum ummælum hans illa. „Ég hefði líklega unnið deildina með Liverpool ef félagið hefði verið í eigu þjóðhöfðingja,“ segir Carragher en Manchester City er í eigu Sheikh Mansou frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

„Liðið hefur beygt reglurnar þannig að enska úrvalsdeildin hefur lagt fram 115 kærur gegn félaginu. Ég var að hrósa Pep eftir leikinn á sunnudag.“

Guardiola og félagar fara í heimsókn til Aston Villa í kvöld í ensku úrvalsdeildinni en City er fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal en á leikinn í kvöld til góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“