fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Geir furðulostinn yfir ákvörðun Vöndu og hennar stjórnar – „Annað er uppgjöf“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. desember 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að fara fram á það að umspilsleikur kvennalandsliðsins í febrúar fari fram erlendis. Er þetta gert þrátt fyrir að fjöldi leikvanga hér á landi séu löglegir í leikinn.

UEFA gerir aðeins kröfu á „Category 4“ völl í þetta verkefni sem Þjóðadeild kvenna er, þrátt fyrir að Laugardalsvöllur sé óleikhæfur mætti spila á Hlíðarenda, Kópavogsvelli og á fleiri stöðum.

Mörgum þykir það furðulegt að sambandið fari í þá vegferð að fara með leikinn úr landi, þegar þess þarf ekki.

Þessi umræða hefur verið í loftinu og kom einnig upp í kringum mögulega karlalandsleiki, UEFA gerir hins vegar miklu meiri kröfur til vallarmála þar en í Þjóðadeild kvenna.

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSí botnar hvorki upp né niður í því að sambandið ætli með leikinn úr landi þegar þess þarf ekki. „Þetta er ótrúlegt, sjálfstætt knattspyrnusamband fulltrúi sjálfstæðrar þjóðar, hvers vegna að láta frá sér heimaleik sem Íslendingar eiga rétt á?,“ segir Geir í ummælum á Facebook síður Sigurðar Helgasonar sem vakti athygli á málin.

Geir segir að fjöldi leikja fari fram utandyra í lok febrúar á Íslandi. „Þessa viku (í lok febrúar / byrjun mars 2024) munu væntanlega fara fram tugir leikja utandyra í knattspyrnu í mótum m.a. á vegum KSÍ. Vitanlega getur veður haft áhrif og getur reyndar gert það alla mánuði ársins á Íslandi. Draumur um nýjan leikvang verður að veruleika en meðan beðið er verðum við að gera það besta úr stöðunni. Nei, leikurinn hlýtur að fara fram á Íslandi, annað er uppgjöf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði