fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Björgvin Páll varar fólk við í beittum pistli – „Þetta er bara eitt dæmi til þess að sýna fram á hversu vanþróuð þessi kerfi eru“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 19:30

Björgvin Páll Gústavsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handboltamarkvörðurinn ástsæli Björgvin Páll Gústavsson segir að fólk verði að átta sig á því að tölfræði í íþróttum segi ekki alla söguna, sérstaklega ekki í íþróttum barna.

Björgvin skrifaði áhugaverðan pistil á Facebook-síðu sína og segir hann að kveikjan hafi verið listi sem hann sá yfir markahæstu menn í 4. flokki í handbolta.

„Ég hef á mínum ferli þurft að aflæra þá hugsun að eina sem skiptir máli er hversu mörg mörk maður skorar eða hversu mörg skot ég ver. Tölfræði getur verið í einhverjum tilvikum skemmtileg en síðustu ár hefur hún mest megnis verið notuð til þess að gefa einstaklingum sem ekki hafa nægilega þekkingu á leiknum verkfæri í hendurnar til þess að gagnrýna,“ skrifar Björgvin.

Björgvin tekur fram að það séu mun fleiri þættir sem þurfi að horfa í en tölfræðin í leikjum. Hann segir sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem fjalla um íþróttir að átta sig á því.

„Vandamálið er að tölfræði í íþróttum og þá sérstaklega í handbolta er gríðarlega vanþróuð hugmyndafræði. Sem dæmi er fráleitt að ætla að bestu varnamennirnir séu með flest fríköst… eins má setja spurningarmerki við hvort að bestu sóknarmennirnir séu með flest mörk eða bestu markmennirnir séu með flest skot varinn. Þetta er bara ein breyta af svo mörgum. Ef að t.d. varnarmaður er með mikið af fríköstum.. þýðir það líklega að það sé mikið sótt á hann.. og einfaldasta hugmyndafræðin handboltans er að sækja á veika varnarmenn… þar sem að ekki er gert ráð fyrir töpuðum árásum er ómögulegt að segja til um hvort að leikmaður sé góður í vörn eða ekki.

Þetta er bara eitt dæmi til þess að sýna fram á hversu vanþróuð þessi kerfi eru. Það reynir því mikið á sérfræðinga, fréttamenn og aðra sem fjalla um íþróttir að skilja að tölfræði er bara tölfræði.“

Björgvin telur einnig að of mikil áhersla á tölfræði geti gefið börnum í íþróttum rangar upplýsingar.

„Með því að mata síðan börnin okkar með þessum hlutum eins og fjölda marka færir okkur að mínu mati lengra frá því að hugsa hlutina útfrá því að vera í liði og vera góður liðsmaður. Eitthvað sem ég var ekki sem krakki og þurfti að læra. Tel að með svona svona tölfræði, þar sem erum að deila markalista barna (alveg niður í 15 ára) séum við að ala upp egó-ið í “einspilarunum” eða hvað sem við viljum kalla slíka leikmenn, innan vallar.

Fólk getur jú haft sína skoðun á tölfræði almennt en förum varlega í að oftúlka hana. Ef að ég tek dæmi um mig persónulega þá var ég til að mynda ekki einn af þremur bestu markmönnum deildarinnar hér á Íslandi árið 2008. En í brúnni hjá landsliðinu var maður sem hafði trú á mér. Ég skil mikilvægi tölfræðinnar og ég átta mig á því hvernig hún getur hjálpað okkur… en ekki í 4. Flokki,“ skrifar Björgvin að endingu, en pistilinn í heild má nálgast hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu