fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Heidi Klum og dóttir aftur saman í nærfatamyndatöku þrátt fyrir gagnrýni

Fókus
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 08:40

Myndir/Intimissimi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Heidi Klum. 50 ára, og dóttir hennar, Leni Klum, 19 ára, virðast ekki láta gagnrýnisraddir hafa áhrif á sig og sitja aftur fyrir saman á nærfötunum.

Fyrir rúmlega ári síðan sátu mæðgurnar saman fyrir undirfataherferð ítalska merkisins Intimissimi.

Sjá einnig: Heidi Klum lokar fyrir athugasemdir – Undirfatamyndataka mæðgnanna harðlega gagnrýnd

Myndirnar voru umtalaðar og umdeildar, sumir sögðu þær vera „furðulegar“ og „óviðeigandi“ en mæðgurnar sögðust ánægðar með herferðina og ekki hlusta á gagnrýnendur.

Mynd/Instagram

Klum-dömurnar sitja nú fyrir í nýrri jólaherferð Intimissimi. Þær birtu báðar nokkrar myndir frá myndatökunni á Instagram en á meðan Heidi lokaði fyrir athugasemdir gerði dóttir hennar það ekki.

Eins og síðast voru viðbrögð netverja misjöfn, sumir voru ánægðir að sjá mæðgurnar aftur saman á meðan öðrum þótti þetta einkennilegt.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram
Mynd/Instagram
Mynd/Instagram

Í fyrra ræddi Leni við Page Six og sagði að hún kippti sér ekki upp við gagnrýnina. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá skoðaði ég ekki mikið af viðbrögðunum [sem herferðin fékk],“ sagði hún.

„Ég er ánægð með herferðina og átti frábæran dag með mömmu minni. Mér þótti myndirnar koma vel út og við skemmtum okkur konunglega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni